Alma Ösp og Edda Sif leiddu saman hesta sína haustið 2019. Það sem sameinaði þær var ástríðan fyrir að gera upp hús og híbýli, en fasteignirnar sem þær höfðu umbreytt til hins betra á lífsleiðinni voru á þessum tímapunkti orðnar ansi margar. 

Þegar Alma og Edda sameinuðu krafta sína og fóru að miðla af reynslu sinni til fólks og fyrirtækja fóru hjólin fljótt að snúast og nú er fjöldi vel leystra verka Studio VOLT farinn að hlaupa á tugum. Verkefnin eru ólík eins og þau eru mörg, enda þarfir viðskiptavina mismunandi; allt frá einföldu litavali og stíliseringu upp í hönnun og umsjón með innanhússframkvæmdum.